Innlent

Kosningamiðstöð Guðna Th. opnuð

Bjarki Ármannsson skrifar
Guðni fór meðal annars yfir sögu forsetaembættisins í ræðu sinni og sagðist ætla að fylgja fordæmi allra þeirra fimm forseta sem gegnt hafa embættinu.
Guðni fór meðal annars yfir sögu forsetaembættisins í ræðu sinni og sagðist ætla að fylgja fordæmi allra þeirra fimm forseta sem gegnt hafa embættinu. Vísir/Anton Brink
„Þessum hlýhug og þessum stuðningi gleymi ég aldrei,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í ræðu sinni við opnun kosningaskrifstofu hans við Laugaveg í dag við fullan sal áhugamanna um framboðið.

Guðni fór meðal annars yfir sögu forsetaembættisins í ræðu sinni og sagðist ætla að fylgja fordæmi allra þeirra fimm forseta sem gegnt hafa embættinu.

„Nái ég kjöri, lofa ég að gegna þessu embætti af lífi og sál,“ sagði Guðni áður en hann steig af sviði við mikið lófatak.

Framboð Guðna streymir beint frá opnuninni og fylgjast má með dagskránni hér að neðan.

Guðni mun á næstu vikum ferðast um landið og kynna sína sýn á forsetaembættið. Hann sagðist meðal annars hlakka til að hitta Margréti nokkra á Akureyri, sem var búin að tjá honum að hún ætlaði sér ekki að kjósa en vildi samt sjá hann í eigin persónu áður en hún gerði upp hug sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×