Innlent

Kosningaloforðin rifjuð upp: Forystumenn ríkisstjórnarinnar boðuðu kosningar um áframhald viðræðna

Jakob Bjarnar skrifar
Ríkisstjórn Íslands. Nú er spurt um hið lýðræðislega umboð sé litið til kosningaloforða.
Ríkisstjórn Íslands. Nú er spurt um hið lýðræðislega umboð sé litið til kosningaloforða.
Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga voru aðildaviðræður við ESB vitaskuld til umræðu og var afstaða forystumanna ríkisstjórnarinnar afgerandi: Nánast allt ráðherraliðið sem nú situr vildi láta kjósa um hvort halda bæri viðræðum við ESB áfram -- ekki hvort slíta ætti viðræðum einhliða og kjósa svo um hvort sækja ætti aftur um.

Víða á Facebook má nú sjá meðfylgjandi myndbrot af YouTube þar sem ummæli forystumanna ríkisstjórnarinnar eru rifjuð upp. Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi kvöldsins, þá telja margir þetta ekki snúast um aðild, aðildarviðræður heldur lýðræðið sjálft og lýðræðislegt umboð. Einn þeirra er Össur Skarphéðinsson sem talar um þennan gjörning sem verstu atlögu sem gerð hefur verið að Alþingi í lýðræðissögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×