Körfubolti

Körfuboltastjarna slasaðist alvarlega í árásunum í Brussel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samsett mynd/Twitter/Getty
Sebastien Bellin, 38 ára fyrrum landsliðsmaður Belgíu í körfubolta, slasaðist alvarlega í hryðjuverkaárásunum í Brussel í dag.

BC Telenet Oostende, fyrrum félag hans í Belgíu, greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Sjá einnig: Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel

Bellin var staddur í flugstöðinni við Zaventem-flugvöllinn þegar sprengja sprakk og mun hann hafa kastast til marga metra samkvæmt fréttum belgískra miðla í kvöld.

Hann hefur þegar gengist undir sína fyrstu aðgerð en enn eru sprengjubrot í fótlegg hans og mjöðm.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×