Körfubolti

Körfuboltakvöld: Stjarnan vinnur enga titla með Austin innanborðs

„Ef ég orða þetta hreinskilnislega þá er þetta enn einn leikurinn sem hann stendur ekki uppúr. Stjarnan vinnur leikinn en hann var ekkert frábær,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Devon Austin, erlenda leikmann Stjörnunnar.

„Fyrir mína parta ef ég væri þjálfari liðsins með þennan leikmann innanborðs þá væri ég búinn að liggja á netinu og skoða aðra leikmenn. Hann er ágætis leikmaður en ekki nógu góður fyrir þetta lið. Þeir vinna ekkert með þennan leikmann innanborðs og þeir verða að finna annan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson tók undir orð hans.

„Hann er ábyggilega góður maður og persóna en aðeins sæmilegur körfuboltamaður og ekki sá afgerandi leikmaður sem þú þarft í erlendum leikmanni. Ég veit ekki alveg hvert Hrafn er að fara með þetta því þú þarft alvöru hesta til að berjast um titla,“ sagði Fannar en umræðuna um Austin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×