Körfubolti

Körfuboltakvöld í myrkri: "Þeir tóku okkur úr sambandi" | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Domino's Körfuboltakvöld var í Ásgarði í kvöld þar sem fyrsti leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla fór fram.

Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson fóru vel yfir fyrstu leikina í 8-liða úrslitunum en þetta er í fyrsta sinn sem þátturinn er með þessu sniði, þ.e.a.s. í beinni útsendingu frá íþróttahúsi.

Þegar strákarnir voru í miðjum klíðum að fara yfir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur varð skyndilega ljóslaust í Ásgarði en svo virðist sem starfsmaður hússins hafi orðið full spenntur að komast heim.

Kjartan, Hermann og Kristinn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið enda fór hljóðið og þeir héldu að þeir væru dottnir úr útsendingu. Ljósin komu þó fljótt aftur á og þátturinn gat því haldið áfram.

Þetta broslega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Getur einhver stöðvað KR?

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld.

Atkinson: Haukur er bara einhver guð

"Þessi leikur snérist að öllu leyti um varnarleik,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn en hann gerði 18 stig í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×