Körfuboltakvöld: Ţetta er bara rugl | Sjáđu framlenginguna

 
Körfubolti
08:00 21. FEBRÚAR 2016
Anton Ingi Leifsson skrifar

Þátturinn Körfuboltakvöld var sem fyrr á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöldið eftir átjándu umferðina í Dominos-deild karla, en þar voru málin krufin til mergjar.

Í upphafi Framlengingarinnar tók Kjartan Atli Kjartansson, þáttarstjórnandi þáttarins, og ausaði aðeins úr brunni sínum hvað honum finnst um þá skelfilegu staðreynd að Snæfell hafi einungis mætt með sjö leikmenn í leik gegn Tindastóli á fimmtudag.

„Þetta er bara rugl. Körfuboltinn sem er verið að spila er vara sem er verið að selja. Bæði fyrir áhorfendur sem mæta á leikina og við erum að selja ungum börnum það að spila körfubolta og vera í körfubolta,” sagði Kjartan og hélt áfram.

Þau umræðuefni sem voru til umræðu á föstudagskvöldið í Framlengingunni voru það að hvort Keflavíkurbólan væri sprungin, vinnur Brynjar jafn mikið og Teitur, ættum við að taka upp sænsku leiðina, hvort liðið nær 8. sætinu og hvaða leikmann myndu þið vilja í ykkar lið.

Þessum spurningum svöruðu þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson í Framlengingunni, en öll svör þeirra má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Ţetta er bara rugl | Sjáđu framlenginguna
Fara efst