FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

Körfuboltakvöld: Skítabragđ sem er stórhćttulegt

 
Körfubolti
21:45 25. FEBRÚAR 2017
Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Þetta er skítabragð hjá þessum brosmilda manni sem lífgar upp á hvert herbergi sem hann stígur inn í. Hann tekur undir fótinn á honum og ég er virkilega ánægður með dómarann að sjá þetta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttarstjórnandi Dominos Körfuboltakvölds, um brot sem dæmt var á Sherrod Wright í leik Keflavíkur og Hauka á fimmtudaginn.

Sherrod ýtti við fótum Reggie Dupree, bakvarðar Keflvíkinga, er hann fór upp í þriggja stiga skot og fékk réttilega dæmda á sig óíþróttamannslega villu.

Er þetta r ekki í fyrsta skiptið sem hann slær í fætur manna í skoti í vetur og voru sérfræðingarnir ósáttir að sjá þetta.
 
„Þetta er mjög ljótt og hann hefur gert þetta áður, hann er að fara í lappirnar á mönnum. Fyrir fólkið í stofunni sem hefur ekki spilað leikinn heima þá er þögult samkomulag milli leikmanna að snerta ekki fæturna í loftinu því þá seturu ökklana á andstæðingnum í hættu. Þetta er einfaldlega bara ljótt,“ sagði Kjartan og Jón Halldór Eðvaldsson tók undir það.

„Þetta minnir á gamalt bragð úr handboltanum í gamla daga sem kallað var júgóslavneska bragðið. Þetta er andstyggilegt hjá honum og á ekkert heima inn á vellinum,“ sagði Jón og Fannar tók undir og hrósaði dómaranum fyrir að sjá þetta stórhættulega brot en umræðuna má sjá hér fyrir ofan.
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Skítabragđ sem er stórhćttulegt
Fara efst