Körfubolti

Körfuboltakvöld: Innkoma Antonio Hester í lið Tindastóls

Antonio Hester hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Tindastóls í síðustu leikjum. Hann hefur átt stórleik bæði gegn Stjörnunni og Þór frá Þorlákshöfn og breytt liði Stólanna til hins betra.

Tindastóll skipti út þeim Pape Seck og Mamadou Samb fyrir skömmu auk þess að losa sig við þjálfarann Jose Maria Costa. Aðstoðarþjálfarinn Israel Martin tók við liðinu og þá fengu þeir til liðs við sig miðherjann Antonio Hester, en Hester hafði samið við Tindastól í sumar áður en þeir sömdu við Samb.

Hester hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Tindastóls og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Dominos Körfuboltakvöldi ræddu áhrif hans á liðið í þættinum á föstudag.

„Þessi leikmaður er klæðskerasaumaður fyrir íslensku deildina. Þetta er leikmaður sem getur breytt heilu tímabili,“ sagði Kjartan Atli og Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson voru einnig ánægður með það sem þeir hafa séð.

Umræðuna frá því á föstudag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Kristinn meðal annars á skemmtilegan hátt um ljóstillífun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×