Körfubolti

Körfuboltakvöld: Fimmtíu framlagspunktar fyrir norðan | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Amin Stevens og Hörður Axel Vilhjálmsson var í góðum gír þegar Keflavík vann kærkominn sigur á Þór á Akureyri, 77-89, í Domino's deild karla á föstudagskvöldið.

Stevens skoraði 41 stig, tók 17 fráköst og var með 50 framlagspunkta í leiknum. Frábær frammistaða hjá þessum magnaða Bandaríkjamanni sem hefur verið einn besti leikmaður Domino's-deildarinnar í vetur.

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi eru hrifnir af Stevens og segja að framlagið sem hann skili minni á Damon Johnson sem gerði garðinn frægan með Keflavík hér á árum áður.

„Hann skilar stöðugt flottum tölum. Hann er með þetta litla stökkskot sitt fyrir utan teig og ef hann nær að plata menn í loftið er hann farinn á körfuna,“ sagði Hermann Hauksson.

Hörður Axel stóð einnig fyrir sínu á Akureyri í gær en landsliðsmaðurinn skoraði 20 stig og gaf sjö stoðsendingar.

„Þetta er það sem Hörður þarf að gera fyrir Keflavík. Hann þarf að vera mjög ógnandi í sókninni og með um 15-20 stig í leik. Það vita allir hversu góður leikmaður hann er og hann verður að skila þessu,“ sagði Hermann.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Það er eitthvert ráðleysi í gangi hjá Keflavík

Keflavík hefur ekki unnið leik í Domino's-deild karla í rúman mánuð. Menn klóra sér í hausnum yfir því af hverju það er svona mikið andleysi yfir leik liðsins. Teitur Örlygsson segir að liðið þurfi að standa saman.

Hjartað varð taktlaust

Sigurður Ingimundarson mun ekki stýra liði Keflavíkur aftur fyrr en eftir áramót. Hann lenti í hjartveikindum rétt fyrir tímabil en segist vera á góðum batavegi. Hann hefur engar áhyggjur af lélegu gengi Keflavíkur framan af vetri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×