FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Stórir, ţungir og líklegir til afreka í Danmörku

SPORT

Körfuboltakvöld: Fá litlu mennirnir ađ berja á ţeim stćrri?

 
Körfubolti
22:15 20. FEBRÚAR 2016
Coleman í leik gegn ÍR fyrr í vetur.
Coleman í leik gegn ÍR fyrr í vetur. VÍSIR/ANTON
Anton Ingi Leifsson skrifar

Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær.

Al'lonzo Coleman fór fjórum sinnum á vítalínuna í tapleiknum gegn Haukum á fimmtudag í framlengdum leik, en Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, virtist hundfúll í leikslok.

„Planið var dálítið að fara í gegnum Kanann hjá okkur núna og hann spilaði í 45 mínútur og var með boltann nánast allan leikinn sem skilaði sér í persónulegu meti," sagði Hrafn í samtali við Ingva Þór Sæmundsson í leikslok.

„Ég held að hann hafi skotið einhverjum fjórum vítum, en það er helmings bæting frá því í síðustu leikjum. Það er stórkostlega gaman að hann fái að uppskera svona fyrir að fara á körfuna í hvert einasta skipti," en finnst Hrafni þetta ósanngjörn meðferð?

„Það er ekki mitt að ákveða. Eftir stendur sú staðreynd að leikmaður með tonn af hreyfingum sem fer oft og sterkt á körfuna er að meðaltali að skjóta einhverjum þremur til fjórum vítum í leik. Það er annarra að dæma að þannig eigi það að vera."

Umræðuna um þetta og dómaramál má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Fá litlu mennirnir ađ berja á ţeim stćrri?
Fara efst