FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 06:00

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

VIĐSKIPTI

Körfuboltakvöld: Er ţetta ekki orđiđ ágćtt hjá Ívari?

 
Körfubolti
08:30 08. MARS 2017

Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi og þar var rætt um málefni Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka.

Ívar fór í fræga skíðaferð í síðustu viku og missti af einum leik hjá liðinu. Sá leikur vannst og svo lögðu Haukar lið Stjörnunnar á sunnudag og bjargaði um leið sæti sínu í efstu deild.

Sérfræðingar Körfuboltakvölds, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson, eru þó ekki á því að Ívar eigi að halda áfram með liðið.

„Er þetta ekki bara orðið ágætt? Hann er búinn að standa sig frábærlega,“ sagði Jón Halldór og Kristinn bætti við.

„Ég vildi fyrir Hauka að Ívar hefði sleppt liðinu eftir úrslitin í fyrra. Þeir náðu inn í úrslit, töpuðu þar og misstu besta leikmanninn sinn. Stokkum þetta upp. Nýjan þjálfara, nýjar áherslur fyrir þennan mannskap. Hann er búinn að vera þarna í öll þessi ár. Hann setti sér markmið og náði þeim öllum nema þessu eina að verða meistari. Það var eðlilegt að tapa fyrir sterku liði KR.“

Sjá má þessa umræðu og framlenginguna í heild sinni hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Er ţetta ekki orđiđ ágćtt hjá Ívari?
Fara efst