MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Bestu vinir urđu silfurvinir

SPORT

Körfuboltakvöld: "Craion er besti leikmađurinn í deildinni"

 
Körfubolti
20:30 09. JANÚAR 2016
Coleman og Craion.
Coleman og Craion. VÍSIR/SKJÁSKOT ÚR KÖRFUBOLTAKVÖLDI
Anton Ingi Leifsson skrifar

Stjarnan vann KR með minnsta mun, 74-73, í Dominos-deild karla í gærkvöldi, en hún var afar áhugaverð viðureign Al'lonzo Coleman og Michael Craion undir körfunni.

Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson fóru yfir málin í þættinum Körfuboltakvöld í gær þar sem málin voru rædd.

„Þeir eru með góðan þyngdarpunkt báðir. Geta bakkað sér sterkari menn að körfunni og eru með ágætis hreyfingar inn í teig. Craion er að mínu viti töluvert betri í þessu en Coleman," sagði Kristinn Friðrikson, einn spekingur Körfuboltakvölds.

Craion var valinn besti leikmaður fyrri umferðanna bæði af Körfuboltakvöldi og dómnefndi KKÍ. Þeir í Körfuboltakvöldi voru sammála því.

„Ég er sammála því. Craion er besti leikmaðurinn í deildinni. Við þurfum ekkert að ræða það mikið meira. Hann sýnir það í hverjum einasta leik. Það voru tveir menn að spila á eðlilegri getu í gær; Ægir og Craion."

Alla umræðuna úr Körfuboltakvöldi í gær og skoðanir allra sérfræðingana má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: "Craion er besti leikmađurinn í deildinni"
Fara efst