MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 12:38

Navalny dćmdur til fangelsisvistar

FRÉTTIR

Körfuboltakvöld: "Craion er besti leikmađurinn í deildinni"

 
Körfubolti
20:30 09. JANÚAR 2016
Coleman og Craion.
Coleman og Craion. VÍSIR/SKJÁSKOT ÚR KÖRFUBOLTAKVÖLDI
Anton Ingi Leifsson skrifar

Stjarnan vann KR með minnsta mun, 74-73, í Dominos-deild karla í gærkvöldi, en hún var afar áhugaverð viðureign Al'lonzo Coleman og Michael Craion undir körfunni.

Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson fóru yfir málin í þættinum Körfuboltakvöld í gær þar sem málin voru rædd.

„Þeir eru með góðan þyngdarpunkt báðir. Geta bakkað sér sterkari menn að körfunni og eru með ágætis hreyfingar inn í teig. Craion er að mínu viti töluvert betri í þessu en Coleman," sagði Kristinn Friðrikson, einn spekingur Körfuboltakvölds.

Craion var valinn besti leikmaður fyrri umferðanna bæði af Körfuboltakvöldi og dómnefndi KKÍ. Þeir í Körfuboltakvöldi voru sammála því.

„Ég er sammála því. Craion er besti leikmaðurinn í deildinni. Við þurfum ekkert að ræða það mikið meira. Hann sýnir það í hverjum einasta leik. Það voru tveir menn að spila á eðlilegri getu í gær; Ægir og Craion."

Alla umræðuna úr Körfuboltakvöldi í gær og skoðanir allra sérfræðingana má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: "Craion er besti leikmađurinn í deildinni"
Fara efst