Handbolti

Kopljar gengur í raðir Arons og félaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kopljar í leik með Króatíu á síðasta EM.
Kopljar í leik með Króatíu á síðasta EM. vísir/getty
Ungverska liðið Veszprém er byrjað að styrkja sig fyrir átökin næsta vetur.

Félagið er búið að semja við örvhentu, króatísku skyttuna Marko Kopljar.

Hann kemur til félagsins frá Barcelona en þar áður var Kopljar hjá PSG. Hann stóð ekki alveg undir væntingum hjá Barcelona er nú farinn til Ungverjalands.

Örvhentu skytturnar hjá Veszprém, Laszlo Nagu og Christian Zeitz, eru að komast á aldur og því skynsamur kostur að fá hinn þrítuga Kopljar til félagsins.

Aron Pálmarsson er leikmaður Veszprém eins og kunnugt er. Liðið hefur komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð og kastaði frá sér sigrinum í úrslitaleiknum gegn Kielce á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×