Innlent

Kópavogsbúar kjósa milli hundrað hugmynda

Atli Ísleifsson skrifar
Kópavogur.
Kópavogur. Vísir
Kosning í verkefninu Okkar Kópavogur hefst í dag en þar gefst íbúum bæjarins færi á að kjósa milli hundrað hugmynda um hvernig megi bæta bæinn.

Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt en með verkefninu er ætlunin að efla íbúalýðræði.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að hugmyndirnar séu af fjölbreyttum toga og kosti frá einni milljón til tuttugu milljóna í framkvæmd. Hverfunum hafi verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verði 200 milljónum króna varið til framkvæmda verkefnanna.

Hugmyndasöfnun verkefnisins fór fram í vor, bæði á vef verkefnisins og íbúafundum.

Ármann Kr. Ólafson, bæjarstjóri Kópavogs, segir bæjarbúa hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og skilað fjölmörgum spennandi hugmyndum inn.

„Nú er komið að því að kjósa og ég vonast til að sem flestir taki þátt og hafi þannig áhrif á umhverfi sitt og nærsamfélag.“

Kosning á milli verkefna stendur frá 25. ágúst til 4. september og fer kosningin fer fram á vef verkefnisins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×