Viðskipti innlent

Kópavogsbær spjaldtölvuvæðir grunnskólana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Björn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri spjaldtölvuvæðingar í grunnskólum Kópavogsbæjar.
Björn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri spjaldtölvuvæðingar í grunnskólum Kópavogsbæjar.
Björn Gunnlaugsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri spjaldtölvuvæðingar í grunnskólum Kópavogs. Björn hefur stýrt spjaldtölvuinnleiðingu í Norðlinga og Dalvíkurskóla en starfar nú sem aðstoðarskólastjóri Smáraskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Björn hefur fengist við kennslu, nýsköpunarstarf í skólum og leikstjórn. Hann er menntaður í leikhúsfræðum, heimspeki og ensku auk þess að vera með kennsluréttindi og diplómu í stjórnun menntastofnana.

Auk Björns verða ráðnir kennsluráðgjafar til að sinna innleiðingu nýrra kennsluhátta í tengslum við spjaldtölvuvæðinguna. Áætlað er að innleiðingin taki tvö ár. Í tilkynningunni segir að með innleiðingu spjaldtölva í alla skóla taki bærinn stórt skref í að þróa nýjar kennsluaðferðir þar sem tæknin verði nýtt til að styðja við markmið skólanna um fjölbreytta kennsluhætti og skóla án aðgreiningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×