Innlent

Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tollverðir grunuðu konurnar tvær um græsku, stöðvuðu þær og höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum. Þær voru í kjölfarið handteknar og færðar til rannsóknar.
Tollverðir grunuðu konurnar tvær um græsku, stöðvuðu þær og höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum. Þær voru í kjölfarið handteknar og færðar til rannsóknar. vísir/anton brink
Tvær franskar konur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmlega fjögur hundruð grömmum af kókaíni til landsins. Þær komu með flugi frá London í lok maí en rannsókn máls er nú á lokastigi.

Önnur konan reyndist hafa hluta efnanna innvortis en hin hafði komið þeim fyrir utan á líkama sínum. Þær eru báðar á tvítugsaldri, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í apríl voru hollenskar mæðgur handteknar eftir að hafa gert tilraun til að smygla tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til landsins. Í þeirra tilfelli var um að ræða amfetamín, kókaín og MDMA sem fundust í ferðatöskum þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×