Erlent

Konur taka völdin í Sviss

Óli Tynes skrifar
Simonetta Sommaruga.
Simonetta Sommaruga.

Búist er við að konur verði í meirihluta í ríkisstjórn Sviss eftir kosningar sem fram fara á morgun.

Í Sviss er sjö ráðherra fjölflokkastjórn og tvö ráðherraembætti liggja á lausu. Allt bendir til þess að annað embættið fari til Simonettu Sommaruga.

Þrjár konur eru þegar ráðherrar og gert ráð fyrir að þær verði allar eundurkjörnar. Með Simonettu verða konur því komnar í meirihluta í ríkisstjórn landsins.

Ekki eru nema fjörutíu ár síðan konur fengu kosningarétt á landsvísu í Sviss. Ein kantónan hleypti konum raunar ekki að kjörkössunum í sveitastjórnarkosningum fyrr en árið 1990.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×