Innlent

Konur í sjálfsvarnarhug - Myndir

Samúel Karl Ólason skrifar
„Í kjölfar aukinnar umræðu um ofbeldi í samfélaginu þótti okkur þörf og góð ástæða til að kynna undirstöðuatriði í sjálfsvörn fyrir konum.“
„Í kjölfar aukinnar umræðu um ofbeldi í samfélaginu þótti okkur þörf og góð ástæða til að kynna undirstöðuatriði í sjálfsvörn fyrir konum.“
Metþátttaka var á sjálfsvarnarnámskeiði fyrir konur sem Gracie Iceland stóð fyrir um helgina. Eftirspurning var langt umfram væntingar og þurfti að skipta námskeiðunum niður. Konur allt frá 14 ára aldri sóttu námskeiðin.

Í tilkynningu frá Gracie Iceland segir Jóhann Eyvindsson, yfirþjálfari, að það sé haldið til að efla konur og hvetja þær til að læra sjálfsvörn sem henti gegn stærri og sterkari aðilum.

„Í kjölfar aukinnar umræðu um ofbeldi í samfélaginu þótti okkur þörf og góð ástæða til að kynna undirstöðuatriði í sjálfsvörn fyrir konum,“ segir Jóhann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×