Erlent

Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þó konur hafi ekki mátt keyra í Sádí Arabíu hafa margar þó gert það og hafa þær þá fengið sekt eða verið dæmdar til fangelsisvistar.
Þó konur hafi ekki mátt keyra í Sádí Arabíu hafa margar þó gert það og hafa þær þá fengið sekt eða verið dæmdar til fangelsisvistar. Vísir/EPA
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádí-Arabíu hefur gefið út tilskipun þess efnis að konur þar í landi megi fá ökuskírteini.

Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. Þær konur sem hafa í gegnum tíðina mótmælt banninu og keyrt bíl hafa verið sektaðar eða dæmdar í fangelsi. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Samkvæmt skipun konungsins mun ráðherranefnd skila tillögu að framkvæmd innan 30 daga og munu konur geta sótt um ökuréttindi í júní á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×