Lífið

Konur fara verr út úr skilnaði en karlar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Sambandsslit eru erfiðari fyrir konur en karla samkvæmt nýrri könnun Gallup. Í könnuninni voru rúmlega 130 þúsund Bandaríkjamenn teknir í viðtal en þeir sem tóku þátt voru ýmist einhleypir, í sambandi, í hjónabandi, búnir að ganga í gegnum skilnað eða í sambúð. Allir sem tóku þátt voru átján ára eða eldri.

Þeir sem tóku þátt voru beðnir um að gefa ýmsum spurningum einkunn á skalanum einn til fimm og var meðal annars spurt hve hamingjusamt fólk var í núverandi sambandsstöðu. 

Kom þá í ljós að hamingjustuðullinn hjá konum eftir sambandsslit eða hjónaskilnað var talsvert lægri en karla. Eru því þær ályktarnir dregnar af þessum niðurstöðum að skilnaður hafi verri áhrif á kvenmenn.

Í þessari könnun er reyndar einnig bent á að launamunur kynjanna er gríðarlega mikill í Bandaríkjunum og karlmenn betur launaðir en kvenmenn. Það gæti spilað þátt í þessum niðurstöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×