MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 16:00

Drakk fyrsta kaffibollann 7 ára

LÍFIĐ

Konugleg heimsókn í Reykjavík

 
Innlent
20:01 22. JANÚAR 2016

Joachim Danaprins og Marie prinsessa eiginkona hans fóru í bíltúr um Reykjavík í morgun á öðrum degi heimsóknar sinnar til borgarinnar til að skoða áhrif dansks arkitektúrs í borginni.

Að því loknu heimsótti hið konunglega par Hörpu en þar fer saman íslenskur og danskur arkitektur, þar sem húsið er hannað af Íslendingum en glerhjúpurinn af dansk - íslenska listamanninum Ólafi Elíassyni.

Eftir það heimsóttu Joachim og Marie feðgana Eyjólf Pálsson og Kjartan Pál Eyjólfsson í EPAL sem býður bæði upp á danska og íslenska hönnun á munum ýmis konar og húsgögnum.

Heimsókn hjónanna hófst í Norræna húsinu í gærkvöldi þar sem fram fór hátíðarfundur í Dansk - Íslenska félaginu í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Konugleg heimsókn í Reykjavík
Fara efst