Lífið

Konubörn syngja um djammið á Íslandi: Skot, SMS og enginn smokkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vinstri: Ebba Katrín, Eygló og Sigurlaug Sara.
Frá vinstri: Ebba Katrín, Eygló og Sigurlaug Sara.
Þær Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir úr leikhópnum sem stóð að sýningunni Konubörn í vetur setja á Facebook-síðu sýningarinnar í kvöld frumsamið lag sem ber heitið Reykjavíkurrómans – Óður til ástarinnar.

Lagið er skondið og hefur myndband af flutningi þess notið talsverðra vinsælda á Facebook. Textinn fjallar um tilhugalíf íslenskra karla og kvenna, og hvernig það einkennist fyrst og fremst af skyndikynnum á djamminu.

„Þetta er leiðin til að ná sér í maka, að minnsta kosti hér á þessum helvítis klaka,“ syngja þær meðal annars. Hlýða má á lagið í spilaranum hér að neðan.

Reykjavíkurrómans - Óður til ástarinnar

Posted by Konubörn on 29. júní 2015

Tengdar fréttir

Hvenær verður stelpa kona?

Leikritið Konubörn er samið af sex ungum konum og fjallar um tilvist ungra kvenna í íslensku samfélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×