Innlent

Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn

atli ísleifsson skrifar
Alþingishúsið
Alþingishúsið vísir/gva
Vinstri græn mælist enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun.

Sjálfstæðisflokkurinn kemur næst á eftir með 24,4% fylgi og er það hækkun um 0,6 prósentustig frá síðustu mælingu.

„Munurinn á milli þessa tveggja flokka er þó innan vikmarka og því ekki hægt að fullyrða hvor nýtur meira fylgist meðal þjóðarinnar allrar. Fylgi Pírata minnkaði um 1,7% milli mælinga og mælist nú 11,9%.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,7% og mældist 9,7% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,0% og mældist 7,8% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,2% og mældist 5,6% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mædist nú 5,4% og mældist 5,3% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 4,3% samanlagt.,“ segir í tilkynningunni.

Könnunin fór fram dagana 10. til 15. febrúar síðastliðinn, en síðasta könnun dagana 1. til 5. febrúar.

Lesa má nánar um framkvæmd könnunarinnar á vef MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×