Innlent

Könnun MMR: Rúmlega 60 prósent almennings vantreystir Sigmundi Davíð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
MMR gerði könnun um traust almennings til forystufólks í stjórnmálum.
MMR gerði könnun um traust almennings til forystufólks í stjórnmálum. Vísir/Ernir
Þau Ólafur Ragnar Grímsson og Katrín Jakobsdóttir njóta hvað mests trausts á meðal almennings á Íslandi sem forystufólk í stjórnmálum. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar MMR. Niðurstöður könnunarinnar má nálgast hér.

Rétt tæplega helmingur svarenda eða um 48,5 prósent sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars, forseta lýðveldisins. Aðeins færri eða um 46,7 prósent sögðust bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Borgarstjóra Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni er mikið treyst af 37 prósentum svarenda og 32,3 prósent treysta vel Birgittu Jónsdóttur. Birgitta Jónsdóttir er eini stjórnmálaleiðtoginn sem nýtur meira trausts nú en í júní árið 2013.

Aðeins 17,5 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni bera mikið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og forystumanns Framsóknarflokksins en 63,2 prósent segjast treysta honum frekar lítið. 22,8% almennings segist geta treyst Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins en 57,9 prósent vantreysta honum.

Spurðir voru einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri sem valdir voru af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR. 1060 einstaklingar voru spurðir og 96,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar að hluta eða öllu leyti.


Tengdar fréttir

Færri styðja ríkisstjórnina

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 34,8 prósent og hefur þar með lækkað um 2,5 prósentustig frá síðusut könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×