Innlent

Könnun MMR: Dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga.
Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. vísir/gva
Nokkuð dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist nú með 24,5 prósent fylgi, eða fimm prósent minna en í síðustu könnun. Flokkurinn mælist þó áfram stærstur.

Í frétt á vef MMR segir að Vinstri græn mælist nú með  fylgdi þar á eftir með 20,5 prósetnt fylgi, 0,1 prósent meira en í síðustu könnun. Píratar mældust með 13,5 prósent fylgi, 0,2 pórsent meira en í síðustu könnun.

„Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% og mældist 10,6% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,1% og mældist 9,6% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,7% og mældist 6,1% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,0% og mældist 4,7% í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 3,6% og mældist 2,4% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 4,6% samanlagt,“ segir í tilkynningunni.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Kváðust 27,2 prósent styðja ríkisstjórnina samanborið við 34,1 prósent í síðustu könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×