Enski boltinn

Könnun: Eiður Smári, Rooney eða Carroll?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andy Carroll, framherji West Ham, skoraði eitt af mörkum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar hann klippti boltann snilldarlega í netið á móti Crystal Palace. Algjörlega geggjað mark.

Þessi mögnuðu tilþrif voru tekin fyrir í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi en þar var það borið saman við mark Eiðs Smára Guðjohnsen á á móti Leeds árið 2003 og glæsimark Wayne Rooney sem tryggði Manchester United sigur á Manchester City í febrúar 2011.

Öll mörkin voru skoruð í sigurleikjum í ensku úrvalsdeildinni en við spyrjum: Hver af þessum þremur skoraði flottasta markið? Svarið endilega í könnuninni hér að neðan. Úrslitin verða kunngjörð í næstu Messu.

Mörkin og umræðu um þau má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×