Innlent

Könnun: Býr barnið þitt við skort?

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íslensk börn liðu helst skort árið 2014 hvað varðar húsnæði og félagslíf.
Íslensk börn liðu helst skort árið 2014 hvað varðar húsnæði og félagslíf. vísir/vilhelm
Ný skýrsla UNICEF á Íslandi um efnislegan skort barna á Íslandi var kynnt á miðvikudag. Niðurstöðurnar eru vægast sagt sláandi en rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2014 leiðir í ljós að alls 9,1 prósent barna á Íslandi líða efnislegan skort.

Hefur fjöldinn tvöfaldast frá árinu 2009 en þá var sams konar rannsókn gerð á vegum UNICEF. Þá liðu 4 prósent barna á Íslandi efnislegan skort. Hægt er að skoða niðurstöðurnar nánar á vef UNICEF.

Börn teljast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er í um í lífskjararannsókn Evrópusambandsins en svör við spurningum úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu UNICEF eftir sjö sviðum: næring, menntun, klæðnaður, upplýsingar, húsnæði, afþreying og félagslíf. Aldursbil greiningar UNICEF nær yfir börn á aldrinum 1 árs til 15 ára. 

Hér fyrir neðan má taka könnun á vegum Vísis um hvort barn þitt búi við skort, en barnið telst búa við skort ef þú svarar þremur af eftirfarandi spurningum neitandi. 


Tengdar fréttir

Skortur þeirra - Skömmin okkar!

Þann 20. janúar sl. kynnti Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, skýrslu sína um stöðu barna hér á landi.

Fátækum börnum fjölgar

Velferðarsamfélag er ekki til nema velferð barna samfélagsins sé tryggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×