Fótbolti

Kóngurinn í Róm fertugur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Goðsögn í lifanda lífi, Francesco Totti.
Goðsögn í lifanda lífi, Francesco Totti. vísir/getty
Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, fagnar fertugsafmæli sínu í dag.

Þessi einstaki leikmaður er enn að og skoraði m.a. í síðasta leik Roma.

Totti lék sinn fyrsta leik fyrir Roma í 0-2 útisigri á Brescia í mars 1993. Tveimur árum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Roma í 1-1 jafntefli gegn Foggia. Og þegar hann var aðeins 22 ára var hann gerður að fyrirliða Roma.

Alls hefur Totti leikið 763 leiki fyrir Roma og skorað 306 mörk. Hann hefur m.a. náð þeim ótrúlega árangri að skora á hverju einasta tímabili frá 1994-95, eða 23 tímabil í röð.

Besta tímabil Tottis hvað markaskorun varðar var 2006-07 þegar hann skoraði 26 mörk í 35 leikjum og varð markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá eitt mark frá tímabilunum 23 þar sem Totti hefur skorað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×