Erlent

Konan sem talin er hafa myrt átta börn ákærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tvítugur sonur hennar fann börnin.
Tvítugur sonur hennar fann börnin. vísir/aP/afp
Konan sem talin er hafa myrt átta börn á aldrinum 18 mánaða til 15 ára á fimmtudaginn í bænum Cairns í Ástralíu, var í morgun ákærð fyrir ódæðið.

Tvítugur sonur hennar fann börnin en sjö þeirra voru systkini hans. Konan er 37 ára og dvelur nú á sjúkrahúsi.

Það var Lisa Thaydai, skyldmenni fjölskyldunnar, sem skýrði fjölmiðlum frá því að það hefði verið tvítugi bróðirinn sem kom að börnunum látnum og móður sinni með veiku lífsmarki.

Tugir lögreglumanna unnu að rannsókn málsins á heimili fjölskyldunnar fram eftir degi á föstudeginum.


Tengdar fréttir

Búið að handtaka móður sjö barnanna

Lögregla í Ástralíu er búin að handtaka móður sjö þeirra barna sem fundust myrt á heimili í bænum Cairns á norðausturströnd Ástralíu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×