Innlent

Konan sem lést var frá Hong Kong

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í krapa og hálku.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í krapa og hálku.
Erlendi ferðamaðurinn sem lét lífið í umferðarslysi á þjóðvegi 1 í Eldhrauni um tíuleytið síðastliðinn föstudag var frá Hong Kong. Konan var farþegi í jepplingi sem ferðafélagi hennar ók í austur að Kirkjubæjarklaustri.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í krapa og hálku með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf veginum og valt.

Konan hafnaði undir bílnum og mun hafa látist samstundis. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi rannsakar slysið og nýtur til þess aðstoðar ýmissa sérfræðinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×