Innlent

Kona missti stjórn á vélhjóli vegna hrossastóðs

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan á Akureyri var kölluð út í dag.
Lögreglan á Akureyri var kölluð út í dag.
Kona á fimmtugsaldri var flutt á sjúkrahús eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu við Ljósavatnsskarð á Norðurlandi um hádegið í dag. Lögreglan á Akureyri var kölluð út vegna málsins. Konan var í hópi vélhjólamanna óku saman. Að sögn lögreglunnar virðist sem konan hafi fipast þegar hluti hópsins hægði á sér vegna þess að verið var að reka hrossastóð við hlið vegarins.

Konan náði að hægja á sér áður en hún datt af hjólinu og virðist hún hafa sloppið nokkuð vel að sögn lögreglunnar. Hún fór með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hjólið virtist nokkuð skemmt að sögn lögreglunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur allt verið nokkuð rólegt á Akureyri um helgina. Margir eru í bænum, enda hefur veðrið leikið við Akureyringa undanfarna daga. Lögreglan segist ekki hafa þurft að hafa mikil afskipti af fólkinu í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×