Erlent

Kona lést er sendibíl var ekið í hús hennar

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Nágranni segir samfélagið í Clevedon harmi slegið.
Nágranni segir samfélagið í Clevedon harmi slegið. Vísir/Getty
Kona á tíræðisaldri lést þegar sendibíl var ekið inn inn í hús hennar. Karl og kona sem voru í bílnum voru handtekin á staðnum.

Slysið varð klukkan hálf níu í gærkvöldi í Clevedon, sem er nærri Bristol í Englandi. 

Nágrannar konunnar voru látnir rýma heimili sín í kjölfarið þar sem óttast var að gasleiðsla gæti hafa rofnað. Þeir hafa nú snúið aftur til heimila sinna eftir að öryggi á slysstað hafði verið tryggt.

Nágrönnum konunnar er mjög brugðið vegna slyssins. Konan er sögð hafa verið indælis nágranni. „Þetta er ótrúlega sorglegt. Hún spurði alltaf hvernig maður hefði það, sem er það sem góðir grannar gera. Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið.“ segir nágranni konunnar í samtali við BBC.

BBC greinir frá.

 


Tengdar fréttir

Enn ekki ljóst hversu margir létust

Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×