Innlent

Kona keyrði ölvuð og sparkaði í lögreglu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sex gistu fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt, þar af fjórir til þess eins að sofa úr sér mikla ölvunarvímu.
Sex gistu fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt, þar af fjórir til þess eins að sofa úr sér mikla ölvunarvímu. Vísir/Anton Brink
Kona um þrítugt þurfti að eyða nóttinni í fangageymslu lögreglu, eftir að hafa sparkað í lögregluþjóna. Hún var stoppuð, grunuð um ölvunarakstur og þegar lögreglumenn komu að henni sparkaði hún í þá. Þetta átti sér stað um miðnætti. Ekki hefur verið tilkynnt um málið með frekari hætti og er því ekki vitað hvort konan eigi yfir höfði sér kæru vegna sparkanna.

Sex gistu fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt, þar af fjórir til þess eins að sofa úr sér mikla ölvunarvímu. Tíu ökumenn voru teknir úr umferð í höfuðborginni, en þeir voru stöðvaðir fyrir ýmist ölvunar- eða vímuefnaakstur.

Sjúkrabifreið var send á bar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt vegna líkamsárásar. Þar hafði maður verið barinn og þurfti hann að fara á slysadeild. Ekki hefur verið tilkynnt um hvort gerendur hafi náðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×