Erlent

Kona braust inn, eldaði sér morgunmat og var handtekin

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Konan var að elda sér morgunmat þegar húseigandinn kom að henni.
Konan var að elda sér morgunmat þegar húseigandinn kom að henni. Vísir/Getty
Kona var handtekin fyrir innbrot í Colorado í gær eftir að hafa náðst við að elda sér morgunmat í húsinu sem hún braust inn í. Fréttamiðlar í Colorado greina frá.

Konan, sem heitir Josefina Gonsalez-Nieves og er tuttugu og sjö ára gömul, var í mestu makindum að elda sér ljúffengan morgunverð þegar maðurinn sem bjó í húsinu sem hún braust inn í vaknaði. Hann hringdi á lögregluna sem kom og handtók konuna. Þá kom í ljós að hún hafði reynt að brjótast inn annarsstaðar í hverfinu en hafi flúið vettvang eftir að húseigendur vöknuðu.

Maðurinn sem kom að konunni að elda sér morgunmat hélt henni þangað til að lögregla kom á vettvang.

Í fyrstu reyndi konan að ljúga til um nafn sitt. Við yfirheyrslur kom í ljós að hún átti langan glæpaferil að baki. Hún er nú vistuð í fangelsinu í El Paso í Texas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×