Innlent

Komu saman á samstöðufundi á Austurvelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá samstöðufundinum á Austurvelli.
Frá samstöðufundinum á Austurvelli. Vísir/Ernir
Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag til að sýna samstöðu með ungum dreng sem á að senda til Noregs í fóstur.

Yfirskrift samstöðufundarins var Baráttan um barnið en Vísir hefur greint ítarlega frá málinu með viðtölum við móður drengsins Elvu Christinu og ömmu sem flúði með drenginn heim til ÍSlands þegar lá fyrir að barnaverndaryfirvöld í Noregi vildu senda drenginn, sem er fimm ára gamall, frá fjölskyldu sinni og í fóstur.

Nýverið féll svo dómur í héraðsdómi Reykjavíkur á þá leið að senda bæri drenginn til Noregs. Samkvæmt honum ber að senda drenginn úr landi eigi síðar en 4. desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×