Fótbolti

Komu Rúnars fagnað hjá Lokeren: Kóngurinn kominn til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Vísir/EPA
Rúnar Kristinsson er orðinn þjálfari belgíska úrvalsdeildarliðsins Sporting Lokeren eins og fréttist í gær en félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni í dag. Á Twitter-síðu Sporting Lokeren er birt mynd af Rúnari að skrifa undir nýjan samning.

Rúnar skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á því að framlengja fram yfir 2017-18 tímabilið.  

Komu Rúnars er fagnað hjá Lokeren en hann átti frábæran feril hjá félaginu sem leikmaður.

Á fyrrnefndri Twitter-síðu Sporting Lokeren er talað um að Kóngurinn sé kominn til baka og í fréttinni um Rúnar á heimasíðunni er líka talað um Kónginn Rúnar.

Rúnar lék með KSC Lokeren frá 2000 til 2007 og hefur ekki spilað fleiri leiki fyrr neitt annað félag.

Rúnar skoraði 34 mörk í 189 leikjum með KSC Lokeren en hann skoraði sem dæmi 21 mark í 142 leikjum með KR og 3 mörk í 104 landsleikjum fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×