Innlent

Komu kröfum mótmælenda á framfæri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Töluverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna mótmælanna.
Töluverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna mótmælanna. Vísir/ARnþór
Bandaríska sendiráðið á Íslandi áframsendi kröfur þeirra 2000 mótmælenda sem samankomu fyrir framan húsakynni embættisins í gær til kollega sinna í Washington.

Þetta kemur fram í tilkynningu  á Facebook-síðu sendiráðsins.

„Við kunnum vel að meta að Ísland sé land þar sem þúsundir geta friðsamlega safnast saman og nýtt tjáningarétt sinn með þessum hætti. Þetta er málefni sem margir Íslendingar, og Bandaríkjamenn, hafa sterkar skoðanir á,“ segir í tilkynningunni og bætt er við að þrátt fyrir að starfsmenn sendiráðsins séu ekki í stöðu til að móta stefnu Bandaríkjanna í þessum málum taki þeir engu a síður mjög al­var­lega ábyrgðar­hlut­verk sitt sem full­trú­ar Banda­ríkja­for­seta hér á landi.

„Við vilj­um full­vissa alla þá sem mættu í gær um það að við tók­um við og lás­um bréfið sem Sveinn Rún­ar Haukson af­henti, fyr­ir hönd þeirra sem söfnuðust sam­an á Laufásvegi í gær. Við höf­um komið skila­boðunum á fram­færi við viðeig­andi koll­ega í Washingt­on. Þakka ykk­ur fyr­ir.“

Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×