Innlent

Komst að því að hann vann 22 milljónir í Lottó þegar hann ætlaði að kaupa sér kókflösku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn vann 22 milljónir króna.
Maðurinn vann 22 milljónir króna. vísir/valli
Vinningshafi í Lottó komst að hann hefði unnið 22 milljónir króna þegar hann átti leið um N1 Borgarnesi á dögunum og renndi gömlum lottómiða í gegn til að athuga hvort hann ætti fyrir kókflösku.

Maðurinn fer reglulega  um N1 Borgarnesi og hafði nokkru áður keypt lottómiðann þar um leið og hann splæsti á sig einni kók.

Í tilkynningu frá Getspá kemur fram að vinningshafinn sé jarðbundinn maður sem ætlar að fjárfesta fyrir vinninginn. Að hans sögn er besta fjárfestingin að borga niður skuldir og það ætlar hann sér að gera auk þess að klára þær framkvæmdir sem eru á heimilinu.

Í liðinni viku auglýsti Getspá eftir vinningshafa sem hafði keypt lottómiða á N1 Borgarnesi en hann skiptir fyrsta vinningi með sér ásamt fjögurra barna föður á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×