FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Kompany mögulega frá til loka tímabils

 
Enski boltinn
15:30 12. JANÚAR 2016
Kompany rćđir viđ Pellegrini.
Kompany rćđir viđ Pellegrini. VÍSIR/GETTY

Vincent Kompany verður mögulega ekki leikfær fyrr en undir lok tímabilsins að sögn Manuel Pellegrini, stjóra Manchester City.

Kompany meiddist á kálfa eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Sunderland á öðrum degi jóla eftir að hafa verið frá síðan í nóvember. Hann entist hins vegar í aðeins níu mínútur áður en Belginn öflugi meiddist á nýjan leik.

Sjá einnig: Tölfræðin segir að City sé bara meðallið án Kompany

Kompany hefur oft þurft að glíma við meiðsli í kálfa á sínum ferli en þetta mun vera í þrettánda sinn sem hann gerir það síðan hann kom til City árið 2008.

„Það er erfitt að segja hvenær hann getur komið til baka. Við erum enn að reyna að komast að því af hverju hann meiðist svona oft. Ég er ekki viss en kannski spilar hann aftur undir lok tímabilsins,“ sagði Pellegrini og bætti því við að hann væri ekki að íhuga að kaupa nýjan varnarmann til félagsins nú í janúar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Kompany mögulega frá til loka tímabils
Fara efst