Innlent

Komið að úrslitastund hjá flokkunum fimm

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Línur ættu að skýrast á fundi formannanna.
Línur ættu að skýrast á fundi formannanna. vísir/stefán
Formenn flokkanna fimm sem hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun munu funda í hádeginu í dag klukkan tólf. Á fundinum verður tekin ákvörðun um hvort farið verði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður eða ekki.

Þingflokkar Pírata og Samfylkingarinnar samþykktu á fundum sínum í gærkvöldi að hefja formlegar viðræður, og þá vill Björt framtíð halda viðræðunum áfram, að því er segir á vef mbl.is. Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki gefið upp afstöðu sína.

Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af formönnum flokkanna fimm það sem af er degi. Þingflokkur Vinstri grænna hittist á fundi klukkan ellefu.

Ráðgert er að leiðtogar þessara fimm flokka hitti flokksmenn sína að fundinum afloknum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×