Sport

Koma með eigin klósettpappír í útileik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Darrelle Revis, einn besti leikmaður New York Jets er eflaust hæstánægður með viðleitni forráðamanna liðsins.
Darrelle Revis, einn besti leikmaður New York Jets er eflaust hæstánægður með viðleitni forráðamanna liðsins. Vísir/Getty
Forráðamenn New York Jets taka engar áhættur fyrir leik liðsins gegn Miami Dolphins sem fer fram á Wembley um helgina en þeir ákváðu að flytja 350 klósettpappírsrúllur með liðinu til Englands.

New York Jets hóf tímabilið af krafti í ár, liðið vann fyrstu tvo leiki sína en tapaði nokkuð óvænt leikn gegn Philadelphia Eagles um síðustu helgi.

Jets mæta Dolphins á sunnudaginn en um er að ræða fyrsta NFL-leikinn af þremur sem fara fram í London á þessu tímabili. Er það markmið forráðamanna New York Jets að leikmenn liðsins myndu ekki finna neinn mun á því að spila í Englandi.

„Sumir munu segja að þetta sé of mikið en þetta kostaði ekkert svo mikið svo við hugsuðum bara afhverju ekki? Við erum að reyna að skapa umhverfið sem þeir eru vanir hér í London.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×