Viðskipti innlent

KOM hagnast um 12 milljónir

ingvar haraldsson skrifar
KOM er til húsa í Höfðatorgi.
KOM er til húsa í Höfðatorgi. vísir/anton brink
Almannatengslafyrirtækið KOM hagnaðist um 12,1 milljón á síðasta ári. Stjórn félagsins leggur til við hluthafa að allur hagnaðurinn verði greiddur í arð.

Viðsnúningur varð í rekstrinum en KOM tapaði 1,3 milljón króna tap varð árið 2013.

Meðal verkefna hjá fyrirtækinu á síðasta ári var að veita Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ráðgjöf vegna lekamálsins sem fyrirtækið fékk greiddar 828 þúsund krónur fyrir samkvæmt frétt DV.

Eignir félagsins nema 30 milljónum, eigið fé 13 milljónum og skuldir þess 17 milljónum. Samkvæmt ársreikningnum eru fjöldi ársverka hjá fyrirtækinu sex.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×