Handbolti

Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi.

Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti þessar hressu mæðgur og ræddi við þær fyrr í dag.

„Við höfum aldrei farið út, við bara mætum á alla leiki sem eru heima og erum bara búnar að vera mjög spenntar fyrir því að koma hingað," segir dóttir Svanhildar Agnes Jónsdóttir.

Sú eldri lagði langt ferðalag á sig til að mæta á svæðið.

„Ég bý í Hólmavík, hún býr í bænum. Leiðin frá Hólmavík til Reykjavíkur er ekki svo löng, hin leiðin er aðeins lengri. Við vonum bara að þessi ferð haldi áfram að vera ofboðslega skemmtileg.“

Báðar hafa þær fulla trú á strákunum okkar.

„Við ætlum að styðja þá í blíðu og stríðu, sama hvernig gengur. Við erum reyndar bara mjög bjartsýnar. Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana og auðvitað þá gömlu líka.“

Þær eru á því að Ísland vinni leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×