Erlent

Kólumbíumenn aftur að kjörborðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ivan Duque er ósáttur við friðarsamkomulagið við FARC.
Ivan Duque er ósáttur við friðarsamkomulagið við FARC. Vísir/afp
Kólumbíumenn þurfa að ganga aftur til kosninga eftir að enginn forsetaframbjóðandi hlaut meirihluta atkvæða í kosningunum gærdagsins.

Þegar búið er að teljast næstum alla kjörseðlana úr fyrri umferð forsetakosninganna virðist íhaldsmaðurinn Ivan Duque hafa hlotið um 39,7 prósent atkvæða. Næstur á eftir honum kemur hinn vinstrisinnaði Gustavo Petro með 24,8 prósent.

Þetta eru fyrstu kosningar í Kólumbíu frá undirritun friðarsamningins við FARC-skæruliðahreyfinguna árið 2016.

Samningurinn hefur ætíð verið umdeildur og líta margir á forsetakosningarnar sem prófstein á samkomulagið. Duque hefur mótmælt samningnum sem hann telur sýna of mikla linkind í garð FARC-liða. Petro, sem eitt sinn var skæruliði og borgarstjóri í Bógóta, vill hins vegar halda samningnum á lífi.

Núverandi forsti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, mátti ekki bjóða sig fram til endurkjörs því hann hefur þegar setið hin leyfilegu tvö kjörtímabil. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2016 fyrir aðild sína að friðarsamkomulaginu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×