FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 19:00

Aron Einar: Menn vita nákvćmlega hvađ ţeir eiga ađ gera

SPORT

Koltvísýringslosun nćr óbreytt ţriđja áriđ í röđ

 
Erlent
12:57 18. MARS 2017
Rúmlega 32 milljarđar tonna koltvísýrings voru losađir viđ orkuframleiđslu í heiminum á síđasta ári.
Rúmlega 32 milljarđar tonna koltvísýrings voru losađir viđ orkuframleiđslu í heiminum á síđasta ári. VÍSIR/EPA
Kjartan Kjartansson skrifar

Ríki heims losuðu svipað magn koltvísýrings út í lofthjúp jarðar á síðasta ári og síðustu tvö árin á undan. Ný skýrsla Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sýnir að hagvöxtur á heimsvísu jókst þrátt fyrir að koltvísýringslosunin hafi staðið í stað.

Alls nam losun gróðurhúsalofttegundarinnar frá orkuframleiðslu 32,1 milljarði tonna á síðasta ári. Það er svipað magn og losað var árin 2014 og 2015. Á sama tíma óx hagkerfi heims um 3,1%. Þetta þykir til marks um að hagkerfi ríkja heims séu að verða minna háð jarðefnaeldsneyti en áður.

Stöðunin í losun er meðal annars tilkomin vegna þess að losun Bandaríkjamanna og Kínverja dróst saman um 3% og 1,6% og í Evrópu var losun óbreytt þó að önnur ríki hafi aukið útblástur sinn.

Í skýrslunni kemur einnig fram að endurnýjanlegir orkugjafar hafi staðið undir meira en helmingi vaxtar í orkuframleiðslu árið 2016.
Ekki nóg að losunin fletjist út
Þrátt fyrir þessi góðu tíðindi fyrir umhverfið er losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni enn geigvænleg. Nýleg skýrsla bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sýndi þannig að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi aldrei aukist hraðar en nú, hundruð sinnum hraðar en eftir síðustu ísöld.

Ætli ríki heims sér að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld, hvað þá innnan við 1,5°C eins og stefnt er að, er ekki nóg að losun gróðurhúsalofttegunda fletjist út heldur þarf að draga verulegar úr henni.

Í frétt Washington Post kemur fram að til að eiga raunhæfa möguleika á að ná 2°C-markmiðinu mega menn ekki losa meira en 800 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn. Miðað við núverandi losun verður það svigrúm nýtt til fulls á aðeins aldarfjórðungi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Koltvísýringslosun nćr óbreytt ţriđja áriđ í röđ
Fara efst