Innlent

Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr

Aldrei hefur stærra hlaup komið úr Skaftárkötlum frá því að mælingar hófust árið 1955, eða eftir að hlaupin hættu að ganga inn í Langasjó og hlaupa niður árfarveg Skaftár með þeim hætti sem þau gera í dag. Talið er að hlaupið hafi náð 3.000 rúmmetrum á sekúndu þegar það var í hámarki í gær.
Aldrei hefur stærra hlaup komið úr Skaftárkötlum frá því að mælingar hófust árið 1955, eða eftir að hlaupin hættu að ganga inn í Langasjó og hlaupa niður árfarveg Skaftár með þeim hætti sem þau gera í dag. Talið er að hlaupið hafi náð 3.000 rúmmetrum á sekúndu þegar það var í hámarki í gær. vísir/vilhelm

Skaftárhlaupið er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir á grónu landi eru tilfinnanlegar. Bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni, óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á Skaftárbökkum og festi sjónarspilið á filmu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×