FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 16:00

Tekur sér frí frá UFC til ţess ađ slökkva elda

SPORT

Kolo Toure um bróđur sinn: Verđur pínulítiđ galinn ţegar hann vinnur ekki

 
Enski boltinn
22:45 13. JANÚAR 2016
Kolo Toure og Yaya Toure.
Kolo Toure og Yaya Toure. VÍSIR/GETTY

Yaya Toure var allt annað en sáttur með að tapa fyrir Pierre Emerick Aubameyang í kjörinu á besta knattspyrnumanni Afríku eins og frægt er orðið enda var hann ekkert að fela þá óánægju í viðtölum við fjölmiðla eftir kjörið.

Yaya Toure lét margt flakka og kallaði afríska knattspyrnusambandið bæði smekklaust og sorglegt en það sem vakti kannski mesta furðu var að hann talaði um að það væri skammarlegt fyrir afríska knattspyrnu að Pierre Emerick Aubameyang hafi fengið þessi verðlaun frekar en hann.

Það er ekki eins og Yaya Toure hafi ekki hlotið þessi verðlaun því hann hafði unnið þau fjögur ár á undan. Nú var hinsvegar komið að markskóngi Borussia Dortmund og viðbrögð Yaya Toure voru að flestra mati afar barnaleg.  

Kolo Toure, eldri bróður og núverandi leikmaður Liverpool, hefur komið bróður sínum til varnar og segir jafnframt að bróður sinn hafi átt verðlaunin skilin.

Yaya Toure vann ekki titil á árinu 2015 með Manchester City en leiddi landslið Fílabeinsstrandarinnar til sigurs í Afríkukeppninni í Miðbaugs-Guineu. Kolo Toure, sem er tveimur árum eldri en Yaya, tekur að þessi sigur í Afríkukeppninni hefði átt að vega þyngra.

„Yaya er góður leikmaður og eins og margir af bestu leikmönnunum eins og Eric Cantona þá er hann skapmikill. Hann er sigurvegari og þegar hann vinnur ekki þá verður hann pínulítið galinn," sagði Kolo Toure í viðtali við Daily Mail.

„Hann átti þessi verðlaun skilin að mínu mati. Hann var eini afrísku knattspyrnumaðurinn í hópi þeirra fimm bestu í heimi en nær samt ekki að vera kostinn besti knattspyrnumaður Afríku.  Hann varð líka Afríkumeistari og þess vegna bjóst hann við því að vinna þessi verðlaun," sagði Kolo Toure.

„Ég mun alltaf standa með bróður mínum en í fótboltanum tapar þú stundum og vinnur stundum. Yaya brást svona við af því að hann er sigurvegari. Ég veit að innst inni þá er hann góður gaur," sagði Kolo Toure.


Kolo Toure um bróđur sinn: Verđur pínulítiđ galinn ţegar hann vinnur ekki
VÍSIR/GETTY


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Kolo Toure um bróđur sinn: Verđur pínulítiđ galinn ţegar hann vinnur ekki
Fara efst