Viðskipti innlent

Kolbrún Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kolbrún hefur setið í stjórn Íslandshótela frá árinu 2015.
Kolbrún hefur setið í stjórn Íslandshótela frá árinu 2015.
Kolbrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela. Kolbrún hefur setið í stjórn Íslandshótela frá árinu 2015. Íslandshótel eiga og reka 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu.

Kolbrún útskrifaðist sem Cand Oecon frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk síðar Executive Education frá Kenan-Flagler Business School árið 2000. Hún stóðst hæfnismat FME í janúar 2011 og árið 2012 hlaut Kolbrún löggildingu sem verðbréfamiðlari. Hún er einnig menntaður leiðsögumaður frá EHÍ.

Hún starfaði sem fjármálastjóri Húsasmiðjunnar í 7 ár eða frá 1989-1996 og sem útibússtjóri, forstöðumaður bakvinnslu og verkefnastjóri Íslandsbanka (Glitni) á árunum 1996-2008 og sat síðar í stjórn bankans.

Á árunum 2008-2010 starfaði Kolbrún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vátryggingafélags Íslands og því næst var hún framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Kjölfestu . Að auki hefur hún unnið að fjölmörgum verkefnum, félags- og stjórnunarstörfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×