Fótbolti

Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn segir enga pressu á að sér að skora og minna á sig á Amsterdam Arena á fimmtudaginn.
Kolbeinn segir enga pressu á að sér að skora og minna á sig á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Vísir/Getty
„Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aðspurður hvort hann þekki ekki hverja þúfu á vellinum grípur Kolbeinn boltann á lofti enda ekki þúfu að finna á vellinum.

„Hvert einasta strá,“ segir framherjinn léttur.

Líklega þekkir enginn í íslenska liðinu jafnvel til Amsterdam og Kolbeinn sem spilaði með Ajax í fjögur ár. Hann skoraði fjölmörg mörk fyrir liðið, vann marga titla en tímanum lauk ekki á sem bestan hátt enda glímdi kappinn við meiðsli. Skipti hann um félag í sumar og spilar nú með Nantes í Frakklandi.

Hefur spilað með tíu leikmönnum Hollands

Framherjinn þekkir vel til leikmanna hollenska liðsins enda spilað með mörgum hjá Ajax.

„Ég held ég sé búinn að spila með tíu leikmönnum í þessum hópi þótt þeir séu núna farnir í önnur lið. Það verður gaman að hitta þá,“ segir Kolbeinn. Pressan sé svo sannarlega á hollenska liðinu.

„Við getum nýtt okkur það. Það er gríðarleg pressa á þeim. Á okkur er svo sem miklu minni pressa,“ segir Kolbeinn. Stuðningsmenn munu þekkja vel til Kolbeins en hann upplifir það ekki svo að á honum sé nein pressa að sanna sig.


Tengdar fréttir

Birkir Már: Ég held að Robben muni ekkert eftir mér

Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×