FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Kolbeinn skorađi í ćvintýralegum bikarsigri

 
Fótbolti
20:30 10. FEBRÚAR 2016
Kolbeinn hefur fundiđ markaskóna sína eftir áramót.
Kolbeinn hefur fundiđ markaskóna sína eftir áramót. VÍSIR/GETTY

Nantes er komið í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar eftir magnaðan 3-4 sigur á Bordeaux í framlengdum leik.

Nantes komst yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki Yacine Bammou en Enzo Crivelli jafnaði fyrir Bordeaux fyrir hlé.

Snemma í síðari hálfleik kom Biyogo Poko Bordeaux yfir í leiknum en Kolbeinn jafnaði metin 24 mínútum fyrir leikslok.

Klaufaskapur í vörn Bordeuax gerði það að verkum að Nantes stal boltanum. Kolbeinn fékk sendingu fyrir og skoraði í tómt markið.

Þetta var síðasta markið í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn.

Á áttundu mínútu framlengingar skoraði Malcom fyrir Bordeaux en Johan Audel jafnaði er sex mínútur voru eftir af framlengingunni. Kolbeinn var þá farinn af velli en hann yfirgaf völlinn á 102. mínútu.

Fjörið var þó ekki búið því Bedoya tryggði Nantes sigur með marki tveim mínútum fyrir lok framlengingarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Kolbeinn skorađi í ćvintýralegum bikarsigri
Fara efst