MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 15:22

Kjóstu merkustu augnablikin í sögu Ólympíuleikana

SPORT

Kolbeinn skorađi í ćvintýralegum bikarsigri

 
Fótbolti
20:30 10. FEBRÚAR 2016
Kolbeinn hefur fundiđ markaskóna sína eftir áramót.
Kolbeinn hefur fundiđ markaskóna sína eftir áramót. VÍSIR/GETTY

Nantes er komið í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar eftir magnaðan 3-4 sigur á Bordeaux í framlengdum leik.

Nantes komst yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki Yacine Bammou en Enzo Crivelli jafnaði fyrir Bordeaux fyrir hlé.

Snemma í síðari hálfleik kom Biyogo Poko Bordeaux yfir í leiknum en Kolbeinn jafnaði metin 24 mínútum fyrir leikslok.

Klaufaskapur í vörn Bordeuax gerði það að verkum að Nantes stal boltanum. Kolbeinn fékk sendingu fyrir og skoraði í tómt markið.

Þetta var síðasta markið í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn.

Á áttundu mínútu framlengingar skoraði Malcom fyrir Bordeaux en Johan Audel jafnaði er sex mínútur voru eftir af framlengingunni. Kolbeinn var þá farinn af velli en hann yfirgaf völlinn á 102. mínútu.

Fjörið var þó ekki búið því Bedoya tryggði Nantes sigur með marki tveim mínútum fyrir lok framlengingarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Kolbeinn skorađi í ćvintýralegum bikarsigri
Fara efst